javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, May 23, 2005

Pöddulíf

Já þá er komið sumar. Hjá mér miðast sumarbyrjun ekki við sumardaginn fyrsta heldur við þann dag sem ég sturta fyrstu pöddunni niður um klósettið. Númer eitt var sæt könguló :(
Annars er Bryndís að koma á morgun. Við ættlum að byrja að skoða heimsborgina New York í nokkra daga. Ég hlakka mikið til enda langt síðan ég hef fengið heimsókn. Vonandi við heppnari með veður en þegar Björg systir kom í heimsókn í janúar. Þá var -20°C mest allan tíman. Of kalt til að vera út og kanarnir nenntu ekki að mæta til vinnu í svoleiðisverðri svo að heilu mollin voru lokuð :p
Ég nennti nú ekki að horfa á júróvísion á laugadaginn enda mesta spennan farin. Frétti í morgun að Þjóðverjar hefðu verið rasskeltir all svakalega. Fengu bara fjögur stig en það er versti árangur þeirra í keppninni. Ekki einu sinni Tyrkir nenntu að gefa þeim stig. Þannig að það eru ekki bara íslendingar sem tóku sig of alvarlega í þetta skiptið.

3 Comments:

Blogger JJ said...

Hahaha, ég hlýt að hafa fundið þetta á mér. Prófaði að "googla" frænkuna og viti menn! Gaman að fá að fylgjast með - við erum líka með tiltölulega nýja síðu - www.3jod.blogspot.com.
Mússímú,
JJ

6:44 AM  
Blogger JJ said...

Til hamingju með afmælið í dag!!! :D

12:53 PM  
Blogger Sunna Helgadóttir said...

Takk fyrir það. Þrándur kíkti í heimsókn og við bökuðum margfalda súkkulaðiköku í tilefni af afmælum okkar beggja.
Annars gaman að hitta þig hér. Heimasíðan þín er komin í favorites.

1:07 PM  

Post a Comment

<< Home