Sjónvarpsgláp
Ég sagði upp kaplinum mínum fyrir mánuði síðan. Fannst komin tími til að ég eyddi frítíma mínum a.m.k yfir sumarið í eithvað annað en að glápa á imbann. Viku eftir að átti að vera búið að aftengja kapallinn þá hringdi ég í fyrirtækið og sagði þeim að ég væri enn með kapal. Þetta var nú ekki gert af neinni góðmensku sá bara ekki ástæðu að fara fá reikninga eftir að ég væri búin að segja þjónustunni upp. Konan í símanum sannfærði mig um að þeir væru hættir að rukka mig en að tæknimennirnir hafi bara ekki haft tíma til að aftengja en það yrði gert á næstu dögum. Núna þessum vikum síðan er ég enn með þennan fína kapal. Þetta blessaða fyrirtæki er víst frægt fyrir að gleyma að aftengja viðskiptavini svo allt bendir til þess að ég verði með ókeypis kapal áfram.
Afleiðing á þessu er að ég hef glápt alveg óvenu mikið á sjónvarp undanfarið. Orðin húkt á leiðinlegum raunveruleikaþáttum eins og hell kitchen og INXS þáttnum. Kosturinn er samt að þeir eru sýndir á sama tíma þannig að ég er að spara gláp tíma með að fletta bara á milli (hjúkk að enginn er að horfa á sjónvarpið með mér því ég er voðalegur rápari). Þess á milli horfi ég á breska gaman þætti á PBS en það er nottlega besta fánalega sjónvarpsefnið.
Afleiðing á þessu er að ég hef glápt alveg óvenu mikið á sjónvarp undanfarið. Orðin húkt á leiðinlegum raunveruleikaþáttum eins og hell kitchen og INXS þáttnum. Kosturinn er samt að þeir eru sýndir á sama tíma þannig að ég er að spara gláp tíma með að fletta bara á milli (hjúkk að enginn er að horfa á sjónvarpið með mér því ég er voðalegur rápari). Þess á milli horfi ég á breska gaman þætti á PBS en það er nottlega besta fánalega sjónvarpsefnið.
1 Comments:
Jess ókeypis kapall, þá náttla verðuru að horfa meira svo þú græðir á þessu;)
Veit að við öll hin erum ferlega léleg í blogginu:( Ég lofa að koma aftur sterk inn í haust!
Keep up the good work!!!
kv.Bryndis
Post a Comment
<< Home