javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, December 02, 2005

helgi

Komin helgi og ég er ekki nærri því búin að gera allt sem ég ætlaði að gera. Svona flýgur tíminn áfram. Annars held ég að jólastemningin sé að ná tökum á liðinu. Þegar ég mæti seint og síðar meir á morgnanna er ég samt með þeim fyrstu (Snædís ofurkona er venjulega fyrst) og ekki nóg með það heldur spilaði þungarokkarinn okkar klassík í gær !!! og ekki bara einhverja klassík heldur Pétur Gaut (man ekki hver samdi sennilega þó einhver þjóðverjinn). Þessi breytti tíðarandi hefur samt ekki áhrif á þjóðverjana okkar. Nýjasta eintakið er svo rúðustrikaður að ég hef aldrei séð annað eins. Ef hann þarf að útskýra eithvað einfalt fyrir manni eins og t.d. að hann hefi ætlað að láta mann vita að hann væri búin að nota ljósmælirinn, er eins gott að taka með sér nest og fara á klósetið áður ZZZZZ
Dieter (þ.e. fiskurinn ekki þessi sköllótti) unir sé vel hjá mér. Ég er samt ekki frá því að hann sé smá geðveikur, um daginn var hann að reyna éta búrið sitt ???? hann glefsaði aftur og aftur að glervegnum en eðlilega náið hann ekki að éta hann (kanski var hann að reyna að glefsa í mig ???). Ég held samt að ég sé að gefa honum nóg a.m.k. var gæludýraverslunarkallinn alveg hneikslaður þegar ég sagðist gefa honum tvisvar á dag. Hann taldi alveg nóg að gefa honum bara fullt tvisvar í viku. Ég er nú það lærð í líffræði að ég á auðvelt með að ímynda mér hvað gerist ef ég helli helling af mat ofan í skálina. Mín kenning: þar sem mikið er af næringaefnum þar er líka mikið af bakteríum - ojjj
Jæja komin tími til að koma sér heim að borða og kveikja á jólatónlist og föndra smá.
P.s. Foreldrar mínir áttu brúðkaupsafmæli í gær. Til hamingju með það M+P ég var of löt til að hringja í ykkur en ég lofa að bæti úr því um helgina.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home