javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Saturday, October 29, 2005

haustfílingur

Haustið er komið og það er greinilega ekki langt í veturinn. Ég er komin með dúnsængina á rúmið og byrjuð að nota úlpuna mína. Trén eru samt rétt núna að fara að breyta litum. Ég spái því að seinni partinn í næstu viku verður komin tími til að fara að taka myndir.
Annars er allt að ganga upp í vinnunni hjá mér. Ég hafði nottlega rétt fyrir mér varðandi geislavirknina og núna eru öll mín ensím virk. Rosalega er ég fegin. Ég var búin að vera að berjast í þessu frá því að seinnasta vor og ekkert gekk fyrr en núna.
Snædís og Ægir eru hérna. Við skruppum í smá verslunarleiðangur í gær. Snædís reyndist hafa mjög kauphvetjandi áhirf þar sem við Ægir enduðum klifjuð pokkum en hún verslaði ekkert á sjálfan sig. Ægir verður svo hérna í næstu viku en Snædís verður áfram í nokkra mánuði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home