javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Wednesday, October 12, 2005

gildi peninganna

Hvernig fer fólk alment að því að ákveða framtíðina ? Ég er núna aðalega að pæla hvernig fólk velur sér starfsvið. Er það áhuginn sem skyptir máli, peningarnir, hvað foreldrar, ætingjar og vinir hafa valið sér ?
Tilefni þessara pælinga er að við erum með fyrsta árs nema hjá okkur á labnum. Þegar ég segi fyrsta árs nema þá meina ég nemi á fyrsta ári í grunninámi. Stelpugreyið er aðein 18 ára gömul og hún vill endileg vera á labnum hjá okkur því hún ætlar að vera vísindamaður, nánartiltekið lífeðlis- eða lífefnafræðingur. Allt gott um það að segja nema að hún nottulega hefur engann grunn til að skilja eitt eða neitt í því sem við erum að vinna að. Í staðinn kemur hún inn nokkrum sinnum í viku og eltir einn doktorsnemann á röndum og reynir að skilja hvað hann er að gera. Það er ekki auðvelt þar sem hún er skíthrædd við alla efnafræði og eðlisfræði. Nú er ég með vægt ofnæmi fyrir eðlisfræði og það er ástæðan fyrir því að það hvarlaði aldrei að mér að fara á eðlisfræðitengda námsbraut. Nú uppgötvaði ég reyndar að það er heilmikil eðlisfræði í minni vinnu en ég hef ráðið við það hingað til. En aftur af nýnemanum. Af hverju í ósköpunum fer einhver sem þolir ekki og skilur ekki eðlis- og efnafræði inn á braut þar sem allt tengist þessum fögum af hverju fer hún ekki í líffræði? Þegar ég spurði hana að þessu fækk ég svar sem mér finns vera í besta falli heimskulegt. Hún var búin að finna það út að líffræðingar eru með etihvað pínulítið lærri laun heldur en lífefnafræðingar eða lífeðisfræðingar og af þessari einu ástæðu ætlar hún að pína sig í gegn um grunnámið (4 ár) og svo allt doktorsnámið.
Mikið er ég fegin því að ég fór í eithvað nám sem mér fannst gaman af (ja dýrafræðin og vistfræðin var algjör pína en maður lifði það af) og ég hef fulla trú á að ef ég legg mig fram í mínum rannsóknum og reyni að fara inn á spenandi svið þá get ég fenigið vinnu þar sem launin eru nógu há til að ég geti lifað sæmilegu lífi. Ég hef engan áhuga á að læra eithvað sem mér finnst vera leiðinlegt bara til að vera með nokkrum þúsundköllum meira í laun. Ég trúi því líka statt og stöðugt að ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera hafi maður möguleika á að komast í betri stöður heldur en ef maður mætir í vinnuna bara til að vinna sér inn peninga.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heyr heyr! Hugsjónirnar eru háfleygar hjá þér og bara allt gott um það að segja :)

8:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er sammála. Fólk á ekki að gera það sem þeim finnst leiðinlegt að gera. Það verður bara fúlt og leiðinlegt seinna á ævinni þegar það fattar að það hefur sóað tímanum í eitthvað hundleiðinlegt og hafa ekki tök til að breyta því heyr heyr

4:21 AM  

Post a Comment

<< Home