Dieter

Jæja þá er ég orðin mamma.
Krílið heitir Dieter og hann er japanskur bardagafiskur. Eins og myndin hér til hliðar sýnir þá er hann algjör glæsifiskur blár með rautt í uggunum. Við Snædís vorum að versla inn fyrir þakkargjörðarhátíðna þegar við "viltumst" inn í gæludýrabúð og ég varð svona voðalega ástfanginn af Dieter.
Hann er samt pínu feimin því hann vildi ekki sitjar fyrir myndum en vonandi næ ég betri myndum af honum seinna. Það vill líka svo heppilega til að Snædís og Ægir verða í íbúðinni minni meðan ég verð heima um jólin þannig að þau geta passað hann og haldið honum félagsskap.

3 Comments:
Þarf greyið ekki að fá stærra fiskabúr. Hann er kannski bara svona ruglaður að synda hring eftir hring eftir hring greyið.;)Gott að þú hafir einhvern í búðinni þinni. Þá geturðu andað rólega um jólin.
Til hamingju með titilinn "mamma":)
Ég skil Dieter vel í sambadi við myndatökur, er sjálf lítið fyrir að sitja fyrir á myndum!!
Gangi þér vel með Krílið þitt!;-)
Til hamingju með Dieter litla:)Stórglæsilegur fiskur enda ber hann nafn sem er ekki af síðri endanum;)
Hlýtur að vera gaman að hafa Snædísi og Ægi í New Haven. Bið að heilsa þeim.
Hlakka til að sjá þig um jólin!
Post a Comment
<< Home