javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Sunday, October 16, 2005

Húrra

Eftir mikla vinnu, vonbrigði og pælingar þá segir mér hugur um að ég sé búin að leysa virkni vandamálið. Þannig er að Dieter var búin að biðja mig um að klára verkefnið mitt fyrir ca 4 mánuðum. Það eina sem ég þurfti að gera væri að búa til fallega hleðslu kúrfu (charging curve) en þetta hefur gengið alveg bölvanleg hjá mér. Á föstudaginn seinnast fékk ég alveg brilíant hugmynd þegar ég var að spjalla um þetta allt saman við einn labbfélaga minn. Ég gerði svo litla tilraun í gær og þetta lítur bara vel út. Síðan þarf ég að flytja fyrirlestur á morgun og þá heyri ég hvort að fólki lýst val á þetta hjá mér.
Það er víst hrekkjavaka á næstunni. Ég keypti mér stór skemmtilegt blað með fullt af uppskriftum af köngulóm, múmíum og beinagrindum. Síðan ættla ég að reyna að fá eithvað lið með mér að baka og elda og hafa svona hrekkjavöku í vinnunni.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju
First að ég er líka hálfbiliaður vísindamaður þá var ég að velta fyrir mér hvernig þú leistir vandamálið.
Thunder

7:29 AM  
Blogger Sunna Helgadóttir said...

Það kom í ljós að 3-H-trp(geislavirkt tryptofan) sem ég var að nota brotnar mjög hratt niður. Því var aðeins brot af því trp sem ég hélt að væri í lausninni minni. Þar af leiðandi var svarið sem ég fékk svo veikt að ég sá það ekki.
Hmmm veit ekki hvort þetta skilst en ég er til í að útskýra þetta betur við næsta tækifæri.

8:19 AM  
Blogger Picciotta said...

Til hamingju!! Thad er alltaf thvilik gledi hja manni thegar madur fær svona hugdettur, og thær reynast rettar!!

2:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Flott hjá þér!
Hrekkjuvekjupartýið hljómar líka vel. Í hvernig búning verðurðu?

9:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Flott hjá þér Sunna mín;) Maður fær stundum hugdettur þegar maður ræðir vandamálið við aðra..til lukku!!

1:28 PM  

Post a Comment

<< Home