javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Saturday, March 11, 2006

Urrggg


Ég er að reyna að fylla út útlenska skattaframtalið mitt. Þetta er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri en í ár er þetta óvenju erfitt. Fyrir ári síðan átti ég auk peninga (veit ekki hvernig þetta gerðist) og gaf ég þá almennigs sjónvarpinu hérna 250$. Þetta var ekki eintóm góðmenska því ég vissi að ég mynd fá þetta frádregið af skattinum mínum. Núna finn ég ekki kvittunina fyrir þessari gjöf og vantar því þetta blessaða skettanúmer svo ég fái þetta endurgreitt. Urrgg fjandans skrifræði. Ætli ég verði ekki að hringja í þá hjá CPTV og athuga hvort þeir geti reddað mér.
Annar ef þið eruð að spá í myndinni hérna við hliðina þá er þetta tré til minningar um dauðan prófessor. Það stendur rétt hjá vinnunni minni og svo einkennileg vill til að það fellir ekki dauðu laufin. Allaveg þá finnst mér það flott sérstaklega svona í ljósaskiptunum. Er að spá í að gera það að reglu að pósta ekki hér inn nema láta fyklgja með mynd.

3 Comments:

Blogger Picciotta said...

ég er ánægð með þig sunna min, dugleg að skrifa upp á síðkastið og svo bara komin regla líka um að láta alltaf fylgja myndir með .. JIBBYYYY

7:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Sunna mín, ég rakst á síðuna þína, gaman að vita að þú ert að blogga þá getur maður fylgst með. Svo þú ert að koma til íslands 26.mars?? vonandi kemurðu í heimsókn.
Kveðja
Rósa (frænka)

7:09 AM  
Blogger B said...

Já ég tek undir þetta með Birnu, gaman að sjá þig aftur hérna, alltaf gaman að lesa og ég tala nú ekki um að maður fái svo alltaf mynd með:)

Nú styttist í íslandsförina þína, veit bara aðþað er búið að plana Ítalíupartý hjá GE.

11:11 AM  

Post a Comment

<< Home