javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Tuesday, December 06, 2005

Heppilegur slóðaskapur

Yfirleitt fer slóðaskapur vinnafélaga minna í taugarnar á mér en ekki núna. Yfirslóði labbsins gleymdi að panta geisla handa mér þannig að nú er ljóst að ég get tekið því rólega fram að jólafríi, dundað mér við að hreinsa prótein og skroppið til New York í smá jólaferð. Annars hefði ég verið á haus í vinnu en núna lítur út fyrir að ég geti ekkert gert fyrr en eftir jól. Þetta er bara ágætt því ég er komin með hellings vinnuleiða og langar bara heim til Íslands. Annars verð ég komin á íslenska freðfold á föstudaginn í næstu viku svo það er ekki langt að bíða.
Þetta verða líka í fyrsta skipti í mörg ár sem ég skrifa jólakort fyrir Þorláksmessu og svo er ég að verða búin að kaupa gjafir. Það er sem sagt algjör snild að vera ekki í prófum rétt fyrir jól og ekki í neinu stressi.

2 Comments:

Blogger Picciotta said...

já sunna mín slappaðu bara af fram af jólum... það er gott fyrir sálina ;) og farðu til NY í jólashopping, það hlýtur að vera toppurinn... wow væri til í að skottast með þér þangað..alveg eins og í bíomyndunum hiihiihi....

2:07 AM  
Blogger B said...

Jæja ég heimta nú bara eina nýja bloggfærslu á nýju ári:)

Endilega heyrast fljótlega, allt að gerast á klakanum!

7:41 AM  

Post a Comment

<< Home