javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Sunday, May 07, 2006

Pönnukökur

Mamma og pabbi gáfu mér pönnukökupönnu í fyrirfram afmælisgjöf. Ég ákvað í kvöld að vera dugleg og bakka nokkrar pönnukökur og taka með í vinnuna á morgun. Þetta reyndist vera aðeins erfiðara en ég hafði hugsað mér. Í fyrsta lagi þá er uppskriftin frá ömmu í einingunum slunkur af þessu og goma af hinu og ég var ekki viss hvort að hveiti skóflurnar mínar væru af sömu stærð og hennar svo ég endaði á að setja of mikið af hveiti. Í öðru lagi þá var ég ekki búin að venjast því að hafa hálfa matskeið mál og setti því hálfa matskeið en ekki hálfa teskeið af matarsóda. Að lokum og það sem kom mér mest á óvart (ég er ekki óvön því að ég mæli vitlaust) þá átti ég enga ausu !!!! Ég endaði á að nota eithvert verkfæri sem líkist stórri skeið og þurfti þrjár svoleiðis til að fylla pönnuna. Eftir um fimtán kökkur þar sem bragðsmökkun hafði leitt í ljós að bæta við eggjum, dropum og vatni náði ekki að bjarga þunga þurra bragðinu gafst ég upp. Þetta var nú ekki allt til ónýtis því hér sit ég og drekk kakó og borða hveitipönnukökur með sykri. Þetta gengur bara betur næst er það ekki. Posted by Picasa

2 Comments:

Blogger B said...

Rosa fín mynd af familiunni, hvar og hvenær var hún tekin?

Já þú ætlar að buffa þetta bara, hlýtur að takast að baka pönnukökur á erlendri grundu, en mér skilst að reynslan sé sú að þær bragðist aldrei jafnvel og heima...en ég hef fulla trú á þér.

En ertu ekki annars eins og amma þín, slunk af þessu og gomma af hinu;)

2:56 AM  
Blogger Sunna Helgadóttir said...

Myndin er tekin í Mystic safninu en það er safn með gömlum skútum og skúrum sem sýna handverk frá gömlum tímum. Ofsalega skemmtilegt safn sem ég mæli með fyrir alla. Sérstaklega gaman að skoða gömlu prentsmiðjuna og svo skúturnar.

6:47 AM  

Post a Comment

<< Home