javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, May 05, 2006

Hundadagar


Áður en ég flutti til Bandaríkjana var ég búin að læra úr sjónvarpi og bókum að hér væri algent að börn kæmi með foreldrum í vinnun þegar það væru svona bring your kids to work dagar (á Íslandi kallast þetta kennarverkföll). Engin hafði samt frætt mig um bandaríska hundadaga þ.e. þegar allir hundaeigendur taka hundana með sér í vinnuna. Ég hef aldrei séð þessa daga auglýsta en þetta er talsvert algengt t.d. voru tveir hundar í vinnunni á hæðinni hjá mér í dag. Ritarinn fyrir hina prófessorana var með pínulítið kvikindi sem leit út eins og dúkkuhundur og svo var Dieter með Morgan. Við Morgan eru miklir vinir enda veit hann hverjum finnst gaman að klappa honum. Ég byrjaði því daginn með All about eve ilminn en endaði með eau de hundur ilminn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home