javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, May 12, 2006

Góður dagur


Ef maður lítur út í rigninguna (og eða á pollin á eldhúsgólfinu mínu) finnst manni að maður ætti að vera í vondu skapi. Hins vegar gegnu allar mínar tilraunir vel í dag, mötuneytisfólkið gaf mér kókómjólk og kökkusneið og mér tókst að koma einni labbagræjunni í viðgerð. Það besta af öllu er samt að ég sit hér heima í náttbuxunum (tvennar buxur og tvenn pör af sokkum eru að þorna eftir rigninguna) og japla á íslensku páskaeggi og hlusta á pearl jam. Við Þrándur erum nefnilega að fara á tónleika með þeim á morgun og um að gera að koma sér í stemningu. Djöfulsins snillingar eru þetta.
Hérna til hliðar er mynd af Björgu systur fyrir framan metropolitan museum of art.

2 Comments:

Blogger B said...

Hér er ég föst inn á labbanum og það er sólskin og blíða úti (ætti því að vera í vondu skapi) en próteinið mitt virðist vera virka voða vel...vona bara að þetta gangi svona áfram þá get ég kvatt þetta geisladót sem ég er að vinna með!

6:22 AM  
Blogger Picciotta said...

úúúúúúúú Pearl Jam tónleikar úúúúúú!!!! ÖFUND

2:09 PM  

Post a Comment

<< Home