Góður dagur

Ef maður lítur út í rigninguna (og eða á pollin á eldhúsgólfinu mínu) finnst manni að maður ætti að vera í vondu skapi. Hins vegar gegnu allar mínar tilraunir vel í dag, mötuneytisfólkið gaf mér kókómjólk og kökkusneið og mér tókst að koma einni labbagræjunni í viðgerð. Það besta af öllu er samt að ég sit hér heima í náttbuxunum (tvennar buxur og tvenn pör af sokkum eru að þorna eftir rigninguna) og japla á íslensku páskaeggi og hlusta á pearl jam. Við Þrándur erum nefnilega að fara á tónleika með þeim á morgun og um að gera að koma sér í stemningu. Djöfulsins snillingar eru þetta.
Hérna til hliðar er mynd af Björgu systur fyrir framan metropolitan museum of art.
2 Comments:
Hér er ég föst inn á labbanum og það er sólskin og blíða úti (ætti því að vera í vondu skapi) en próteinið mitt virðist vera virka voða vel...vona bara að þetta gangi svona áfram þá get ég kvatt þetta geisladót sem ég er að vinna með!
úúúúúúúú Pearl Jam tónleikar úúúúúú!!!! ÖFUND
Post a Comment
<< Home