Annar í dádýri

Hann bróðir minn gaf mér stærðarinnar stykki af dádýrakjöti áður en hann fór. Eftir að ég var búin að reyna að pranga kjötinu inn á vinnufélaga mína varð ég að horfast í augu við að ég myndi þurfa að gera mína fyrstu tilraun til að elda villibráð. Ég steikti þetta á pönnu, kryddað með salt og pipar og bætti góðum slunk af rauðvíni út á pönnuna þegar kjötið var búið að steikjast næginlega og lét það malla. Bjó til sósu úr rauðvíninu og safanum af kjötinu al la Sunna þ.e. verulega kekkjót. Þetta var alveg verulega gott og rauðvínið sem ég keypti með passaði vel við gómsæt bragðið. Í dag er semsagt dagur tvö (af þremur) og reyndi ég að dubba upp á kjötið með nýju meðlæti, smörsteikti portabela svepp og hafði með frönsk smábrauð með smurosti. Núna er bara að finna hvað ég get notað á morgun til að láta þetta bragðast eins og nýjan rétt á morgun. Endilega komið með uppástungur.
1 Comments:
Slef...
Post a Comment
<< Home