Raðgreiðslur og tölvueign
Eins og þið flest vitið þá lít ég á fólk sem notar raðgreiðslur til að kaupa semi-nauðsynlega hluti, í staði fyrir að safna fyrir þeim, sem algjöra bjána (sorrý Björg ég veit að þú þolir ekki þetta orð :p ). Þar sem maður á alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér skellti ég mér á tölvu á raðgreiðslum um daginn. Mér lá nottlega ekkert á að versla þetta en nennti bara ekki að bíða eftir að ég væri búin að safna. Núna er talvan á leiðinni. Fyrsti hlutinn, hugbúnaðurinn kemur á fimmtudaginn og svo kemur talvan sjálf einhver tíman á næstu tvemur vikum. Ég er rosa spennt. Ég skellti mér á rosa fína tölvu með 19'' flötum skjá og alles. Nú hlakkar mig til að fara að horfa á bresku gamanþættina sem sistkynin gáfu mér í jólagjöf (eru á evróska svæðinu en DVD spilarinn minn spilar bara amerískt). Svo getur maður farið að leika sér í tölvuleikjum og þvælst meira á netinu. Maður er alltaf eins og asni þegar maður er að rápa á netinu í vinnunni jafnvel þótt maður sé búin að ákveða að maður sé ekki í vinnunni lengur. Sérstaklega þar sem einn vinnufélagi minn hefur óstjórnlegan áhuga á hvað ég sé að gera á netinu. Getur orðið svolítið vandræðanlegt eins og þegar ég var að panta mér nærföt af victoría secret :( Síðan er ég alltaf nett tæknifrík svo þetta á eftir að verða svaka gaman. Síðan þegar ég verð komin með netið heima ætlast ég til að geta spjallað við ykkur heima í gegn um skype en ég er ekki lengur með snúrusíma og farsíminn minn rukkar mig bæði fyrir símtöl úr og í símann svo það er ekki voða praktískt að spjalla mikið í hann. Hefur einhver prufað að spjalla við marga í einu í gegn um skype? Mig langar voða mikið að hafa smá fjar hitting.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home