bútasaumur



Ég er nýbúin að kaupa mér saumavél. Í tilefni af því hef ég farið á nokkur námskeið meðal annars bútasaumsnámskeið. Bútasaumur er eitt það skemmtilegasta sem ég hef lært lengi og hef ég undanfarið verið að búa til lítið barnateppi. Það vill svo heppilega til að hún Jóhanna frænka mín er ný búin að eignast myndarlegan strák sem heitir Hannes Helgi og vona ég að ég nái að klára teppið nógu snemma svo ég geti gefið honum það. Nú vantar mig hjálp við að ákveða hvernig teppið á að líta út. Teppið er búið til úr níu ferningum svo að það eru þrjú möguleg munstur. Ég tók mynd af öllum möguleikunum og vona að þið séu til í að hjálpa mér að ákveða hvað sé best. Fyrsta myndin er af f og f munstrinu. Önnur myndin er af sjöu munstrinu og sú seinnasta er af siksak munstrinu. Endilega segið mér hvað ykkur fynnst best.
3 Comments:
Við hér í Munkanum höfum skoðað allar tillögur og erum ekki sammála um hver sé best. Helgi aðalsérfræðingur í bútasaumsmunstrum segir að efsta tillagan sé langbest meðan við Björg, minnispámenn, erum sammála um að miðtillagan sé skemmtilegust. Gaman að sjá hvernig þetta endar!!
Eins og er er staðan þannig: efsta 2 atkvæði, miðjan 4 atkvæði og neðsta 1 atkvæði.
Loksins sé ég allar myndirnar, netið e-ð búið að vera stríða mér. Mér finnst nú reyndar allar útgáfurnar flottar á sinn hátt!!! get ekki gert upp á milli þeirra...
Post a Comment
<< Home