Dánarfregnir

Dieter "litli" lést að heimili sínu 24. júlí síðastliðinn. Hann barðist hetjulega við bakteríuna Columnaris en því miður uppgötvaðist sýkingin of seint og sýklalyf bárust ekki í tæka tíð. Jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk aðstendanda og söng vanmetnasta sópransöngkona Íslands við athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á sædýrasafn Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sunna Helgadóttir
4 Comments:
P.s. Fyrir ykkur sem fengu hland fyrir hjartað við að lesa þetta þá var það fiskurinn minn sem dó en ekki prófesorinn.
Samhryggist innilega. Sendi samúðastrauma yfir hafið
Æi leiðinlegt að heyra, þessar bakteríur eru ekki alltaf vinir manns.
Samúðarkveðjur
Þetta eru sorglegar fréttir og mun ég sakna hans næst þegar ég kem í heimsókn
Post a Comment
<< Home