javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Wednesday, July 27, 2005

Krílin mín

Þið gerið ykkur grein fyrir að ég nenni ekki að blogga ef ég fæ engin komment til baka. Ég leggst undir sæng og grenja alla nótina (hmmm smá ýkjur). En allavegana þá á ég víst að vera að vinna á fullu sem er nottlega ástæðan fyrir því hvað ég handi mikið á netinu. Einhver FÍBL eru búin að stela verkefninu mínu og við verðum að fara að birta okkar niðurstöður fljótlega til að verða á undan. Það sorglega við þetta allt saman er að einn af þeim sem þeir lista sem samstarfsaðila er einnig í samstarfi við okkur (grrr). Svo nú erum við hætt að tala við hann og ég er að reyna að fá fallega ferla til að birta. Þetta gegnur nú allt hægt og rólega því að ég er að læra að hreinsa RNA og svona smátterí sem þarf að gera áður en raunverulega mælingar eru gerðar. Vonandi næ ég samt að klára þetta á næstu tvemur vikum. Annars er ég búin að eyða deginum í að hlusta á æfingar doktorsvörn. Doktorsvörnin sjálf verður á morgun og stákgreyjið er að farast úr stressi. Vonandi að hann nái sér niður því hann gerði flottar rannsóknir og er með áhugaverðar niðurstöður. Ég get ekki ímyndað mér stessið við þetta. Er dauðfegin að það eru allvegana tvö ár í þetta hjá mér.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gangi þér bara rosalega vel að klára þetta. Maður er eiginlega hættur að kíkja á blogg hjá fólki því það virtist sem flestir væru komnir í sumarfrí:)
bkv,
Katrín

3:35 AM  
Blogger Picciotta said...

hei þetta er svolitið spennandi, bara gríðarlegar iðnaðarnjósnir í gangi dadaddddaaaa... en fólki hérna í vinnunni hjá mér finnst ég vera full gróf í því að halda að það séu allir í einhverju samsæri ( SJÁ NB TD Kárahnjúkavirkjun Impregilo David Oddson Sikileysku mafíuna og Berlusconi = samsæri dauðans ) en þetta er bara svona sem heimurinn virkar og ég er bara búin að fatta það sem hinir eiga eftir að fatta ... eða er það ekki???

7:04 AM  
Blogger Sunna Helgadóttir said...

Jú jú Birna þú ert búin að fatta hvernig þetta gegnur fyrir sig. Hér er okkur alveg bannað að tala um niðurstöður við aðra vísindamenn nema með leyfi frá Dieter. Þegar vísindamenn koma í heimsókn megum við bara tala um það sem við erum búin að birta eða er samþykkt til birtingar. Ég er ekki búin að birta neitt og því er ég alltaf mjög lauslega kynnt fyrir gestum.

9:34 AM  
Blogger B said...

Jejj dugleg að blogga:) Ég væri samt miklu betri í að fylgjast með ef tölvan manns væri í lagi!

Líst vel á skype-group meeting nú bara allir kaupa sér headphones á spottprís! Uppsetning Skype = pís of keik. Ég fæ vonandi netið fyrr en síðar!

Þetta er ferlegt að lenda í svona í vísindaheiminum, það hugsa allir bara um sitt eigið og skítsama um hina!

12:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Við skulum reyna að standa okkur betur í kommentum, það er hræðilegt að heyra hvað vanræksla okkar veldur þér mikilli sorg og hugarangri. Selfestímið og annað ímið hefur vonandi ekki beðið mikinn hnekki. En annars verð ég að segja það að mér (móðir) fannst erfitt að lesa þessar blóðugu lýsingar á frumburðinum. Á blóð og annar vessi ekki að vera inni í líkamanum en ekki leka út í lítratali?? Einnig var ég að hugsa um að mæla hversu lengi þú gætir bloggað án þess að þú notaðir þetta vinsæla b-orð. Um síðustu jól leið heill hálfur tími áður en þið systkinin notuðu þetta vinsæla b-orð!! Bless, bless
P.s. Í dag eru akkúrat 20 ár frá innrás fjölskyldunnar í húsið!!

2:22 PM  

Post a Comment

<< Home