javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, August 29, 2005

Nethugleiðingar

Þegar ég var að fara að sofa í gærkveldi fór ég allt í einu að rifja upp fyrstu kynni mín af netinu (af hverju er það að þegar maður veit að maður þarf að fara senmma á fætur og því að sofna snemma að maður fer að hugleiða eithvað fáranlegt og getur því ekki sofnað ???). Það eru rúm 10 ár síðan að ég var í tölvunarfræði í 10. bekk og mér hefði tekist að klára eithvert verkefni á undan öllum hinum krökkunum svo að kennarinn minn (Árni Hrólfur, af hverju man maður fullt nafn á kennurum þegar maður getur oft ekki einu sinni munað fyrsta nafn á gömlum bekkjarfélögum ???) verðlaunaði mig með því að leyfa mér að fara á NETIÐ. Þetta var allt í dos umhverfi með fullt af > táknum og mér fannst þetta vera hræðilega óspennandi og leiðinlegt. Ég gafst líka fljótlega upp en síðan byrjaði maður að læra meta netið þegar komið var í menntaskólann. Í dag nota ég netið á hverjum degi. Er tengd heima og í vinnunni. Horfi á sjónvarpið í tölvunni, þar fara líka mest öll mín bankaviðskipti fram sem og aðalinnkaup. Svona getur margt breyst á 10 stuttum árum.
Hvernig er það man einhver textan við veðurlagið hans Tobíasar í turninum. Ég man bara : regns er von úr austurátt, ágúst liðinn haustar brátt. Þetta fer ferlega í taugarnar á mér enda er nú rétti tíminn til að raula þetta.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er farið að hljóma eins og þegar eldri kynslóðin er að rifja upp þegar það horfði á sjónvarpið í fyrsta skiptið eða talaði fyrst í síma. Ég man að í fyrsta skiptið sem ég notaði netið var þegar ég fékk Kötu vinkonu til að kenna mér að finna myndir af Leonardo Dicaprio, sem betur fer er ég komin yfir það gelgjuskeið.
Man því miður ekki bofs í þessum texta en kannski að mamma muni þetta betur...

3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

já ég man nú líka svona lang aftur og man að mér fannst allveg fáránlegt að nokkur maður nennti að standa í svona vitleisu enda bara tákn og vitleisa (svona eins og SAS tölfræðiprógramið er enn í dag) en einhverngegin tókst fólki að afrugla þetta og kanski að SAS rugludallarnir eigi kanski að tala við þetta sama fólk.

1:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

humm gleimdi að merkja
þetta var Þrándur

1:33 PM  

Post a Comment

<< Home