javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Thursday, September 08, 2005

Söllfest

Jæja á morgun hefst hin mikla Söllfest. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er þetta symposium eða svona hátíðarráðstefna til heiðurs Dieter. Guðmundur Eggerts og fleiri gamlir og góðir nemendur og samstarfsaðilar ætla að flykkjast hingað. Eins og gefur að skilja þá er Dieter búin að vera frekar upptekin við að reddingar þó að opinberlega þá eigi aðrir að sjá um undirbúning. Í dag uppgötvaði hann að eithvað af þessum gestum myndi væntanlega vilja að fá að sjá labbinn. Því var gefin út skyndi hreingerningartilskipun. Allir hættu að vinna og fóru að þrífa. Á nokkrum klst. breyttist labbinn úr ósnyrtilegri ruslahrúgu í vel skipulegða vinnustofu. Ég hef enga trú á að fyrri meðlimir verði færir um að þekkja labbann aftur. Ég hef á sama skapi ekki trú á að þessi snyrtimenska endist nema fram í miðja næstu viku.

2 Comments:

Blogger B said...

Jejj fjör hjá þér. Var ekki kominn tími til að labbinn yrði tekinn í gegn, tala nú ekki um veirurræktir síðan 1976 og löngu hætt að vinna með...enginn vill kannast við svoleis. Ég bið kærlega að heilsa Guðmundi!

8:48 AM  
Blogger B said...

Hvar er Sunna??? Ekki á blogginu, ekki á msn:(

9:17 AM  

Post a Comment

<< Home