javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, August 22, 2005

tónleikar

Ég og Jing fórum á Tori Amos tónleika á þriðjudaginn. Ég er svona semi aðdáandi hennar, finnst hún alltaf skemmtileg en hef aldrei tímt að fjárfesta í disk. Núna er ég með áskrift af tónlistarbanka og get því hlustað á nær hvað sem er, hvenær sem er. Ég hef því verið að endurnýja kynni mín við hina ýmsustu flyjendur og meðal annrs áðurnefnda söngkonu. Jing er hins vegar svona alvöru aðdáandi sem tímir að kaupa diska og þekkir flest lögin.
Við mættum tímanlega á svæðið en ekki veitti af. Þetta var nottlega voðalega bandarískt allt fullt af sölubásum og dunkin doughnnuts voru meira segja með bás. Ég splæsti á mig einum frosnum kokkteil og síðan var stefnan tekin á salin þar sem við vorum með afbrgðs sæti fyrir miðju. Upphitnunarsveit númer 1 hét the like og voru allt í lagi. Greinilega ekki vanar að spila fyrir svona stóran sal og vantaði dálítið upp á sjálfsöriggið og músíkin var þokkalega þó að ég skyldi ekki orð af textanum. Seinni upphitunarsveitin var hins vegar alveg brillíant. Hún heitir ditty blops og mæli ég með að fólk kynni sér hana.
Sjálfir tónleikarnir voru síðan væga sagt stórkostlegir. Tori spilaði og söng í meira en tvo tíma samfellt. Tók mikið af sínum þekktari lögum en einnig slatta af nýju plötunni sem ég þekkt ekki. Hún var með flyggill, orgel og tvæ hljómborð sem hún skiptist á að spila á. Stundum spilaði hún á flygillinn og orgelið á sama tíma !! Eftir mikið uppklapp þá endaði hún á að flytja landslide sem ég held að sé fleetwood mac lag en gerði það mun betur heldur en allar aðrar útgáfur sem ég hafði heyrt.
Allt í allt voru þetta frábærir tónleikar og ég vona að ég eigi eftir að vera duglegri í framtíðinni að skella mér á tónleika þekktra listamanna.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hehe einhvernvegin finnst mér að þetta koment sé á vitlausum stað. Allavega er ég enginn sérstök áhugamanneskja um tré :þ

3:15 PM  

Post a Comment

<< Home