javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, August 19, 2005

Maurainnrás

Bíóhúsin eru enn að sýna mynd um innrásina frá Mars. Þessi innrás átti víst að vekja mikinn ótta meðal bíógesta en það fer tvennum sögum af því hvort því marki hafi verið náð. Ég er persónulega miklu hræddari við kunnuleg skorðkvikkindi heldur við einverjar óskilgreindar geimverur.
Þegar ég ætlaði í sturtu seinnasta laugadagsmorgun þá uppgötvaði ég að innrás væri hafin. Án þess að ýkja þá var baðherbergið mitt fljóttlega krökkt af maurum. Litlum maurum, stórum maurum og risa maurum. Til allrar hamingju virðist innrásin hafa hafist stuttu áður en ég ákvað að sturta mig. Ég vopnaðist í skyndi. Með klóstetpappír í annari hendi og með hina hendina á niðursturtaranum þá hóf ég gagnárás sem var álíka stórfegleg og bardagaatriðin í LOTR. Eftir nokkurn tíma var ljóst að ég hefði yfirhöndina í stíðinu. Þegar ég var búin að bana öllum sjánlegum maurum í baðherberginu þá náði ég mér í skordýrafælusprey og úðaði á rifuna sem hafði myndast milli tveggja flísa á veggnum en þaðan hafði innrásarliðið komið. Ég skokkaði í hverfisverkfæraverslunina en þá kom í ljós að eðalkallanir voru búnir að loka (ég hafði kúrt frekar lengi í rúminu með stórgóða bók). Nú voru góð ráð dýr. Ég fór aftur heim og týndi upp þau kvikindi sem höfðu sloppið svo hreinsaði ég allt út úr baðherberginu og sprautaði herbergið með einhverju bráðdrepandi skordýraeitri. Þar sem ég mátti ekki vera í íbúðinni næst 4 tíma þá skellti ég mér í vinnuna. Þar hitti ég síðan Kelly sem skutlaði mér í Lows (USA útgáfan af húsasmiðjunni- hmmm ætli húsasmiðjan sé ekki frekar íslenska útgáfan af lows). Þar verslaði ég mér gæðakíttí og kíttíbyssu (veitir ekki af að vera vel vopnaður í þessu landi). Þegar loksins það var orðið óhætt að anda inn í íbúðinni þá gerði ég mína fyrstu tilraun til að nota kíttíbyssu. Það gekk ekki beint vel enda var kíttíbyssan gerð fyrir risakíttý túbur en ég hafði bara keypt svona litla og sæta túbu. Ég endurhannaði kíttíbyssuna í snatri með hjálp aukahluta úr ryksugunni minni og tóskt að lokum að fylla upp í rifuna. Síðan þá hefur enginn maur sést og lýsi ég því yfir fullanaðar sigri mínum yfir maurunum.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Lýst vel á sjálsbjargarviðleitnina í þér Sunna mín. Hefði viljað sjá þessa kíttibyssu eftir að þú bættir ryksugunni við hana ehhehe.;) flott hjá þér!!

3:03 AM  
Blogger B said...

Úff ekki hefði ég viljað lenda í þessum maurum, fékk nú alveg nóg af þeim í tjaldútileigum okkar í NY fylki í sumar! Stóð ekki á sama þegar ég sá gíga-maurinn í sænginni minni....pfff!

7:45 AM  
Blogger Sunna Helgadóttir said...

Já þetta eru leyðindarkvikindi en það þýðir ekki annað en að beita öllum ráðum til að losna við þau. Af öllum kostum við Ísland þá held ég að skordýraleysið sé sá kostur sem ég met mest.

8:13 AM  

Post a Comment

<< Home