javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, February 12, 2007

Af köttum og fleiri kvikindum

Jæja þá er maður orðin þaulvön katarmamma. Alva er líka orðin spiltasti köttur sem um getur. Það er búið að fara með hann til dýralæknis og gef allskonar sprautur og taka ýmis sýni. Búið að hella hann fullan af lyfjum þannig að nú ætti hann að vera laus við alla orma og eyrnarpöddur. Ég sver að ég kaupi meiri mat handa honum en handa mér og svo á hann heilmikið af leikföngum og allskonar græjum. Hann fékk samt flottustu gjöfina núna um helgina en mamma og pabbi gáfu mér pening til að kaupa "skírnargjöf" handa krílin. Ég kaypti nátúrulega höll enda dugði ekkert minna. Hér við hliðina er svo mynd af efsta partinum af höllinni. Alva er alveg harðánægður með þetta og sendir bestu þakkir norður.
Ég er byrjuð á nýju kökkuskreytingarnámskeyði og svo fékk ég gefins heilmikið af bútasaumsefni þannig að það er nóg að gera.
Hér er búin að vera skrítin vetur það hefur ekkert snjóað að ráði og þó að það sé kalt er bara erfitt að trúa því að það sé febrúar. Ég væri alveg til í góðan snjókomu með alvöru snjó en ég held reyndar að ég sé ein um þessa ósk.
Að lokum smá hugleiðing. Fullt af fólki er með ofnæmi fyrir hundum og köttum; geta hundar og kettir verið með ofnæmi fyrir mönnum ? Posted by Picasa

3 Comments:

Blogger B said...

Hehe ekkert smá flott höll! Sé þig í anda að rogast með þessa fínu gjöf heim:)

Já góð pæling! Ég hef séð kindur með grasofnæmi. Því ætti ekki mannaofnæmi vera til??? Samt spurning...

2:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Glæsileg höll! Ég vissi það allan tímann að Alva hlyti að vera konungsborinn þannig að loksins er hann kominn með híbíli sem henta svona ættstórum kött. Er hann þá hættu að nota hausinn á þér sem hásæti?

6:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér líst alveg ljómandi vel á höllina. Þetta er greinilega skírnargjöf 21. aldarinnar, burt með skeiðar og annað dót!

12:29 PM  

Post a Comment

<< Home