javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Thursday, July 28, 2005

Þuklarar

Ég er verulega að spá í að fara að ganga um berbrjósta með álestrun á bringuni : vinsamlegast þuklið!! Eftir að þetta blesaða góðkynja æxli mitt fanst hefur helmingurinn af öllu heilbrigðisstafsfólki staðarins þuklað á mér brjóstinn. Núna er búið að fjarlægja sökudólginn en þuklið ætlar bara ekki að hætta. Hélt að þegar ég mætti á mánudaginn til að taka af mér umbúðirnar að þetta yrði seinasta þuklið í bilið en nei. Daginn eftir byrjar að leka úr skuðinum ég nottlega beint inn á heilsugæslu. Nú hjúkkan þuklar mig og þuklar og heldur síðan blákalt fram að þetta sé bara betra svona. Miklu betra að hafa smá op á brjóstinu svo að afgangs vökvi geti flætt út !!! Ég kanaðist ekki við þessa nýju uppgötvun í skurðlækningum. Þetta var reyndar minn fyrsti uppskurður en hefði haldið að maður hefði heyrt af þessari betra að sauma ekki skurðinn saman venju. En allavegana þarf ég að mæta í þukl nokkrum sinnum í viðbót. Það er nefnilega þannig að þegar maður er með svona auka op er meiri hætta á sýkingum (alveg ný uppgötvun!!). Svo til að gera þetta enn skemmtilegra á ég einnig pantaðan tíma í leghálsskoðun en hún kemur nottlega með tilsvarandi þukli.
Annað í heilbrigðiskerfinu hér sem vekur mér furðu eru allar þessar tilkynningar. Ég hef valla undan að opna bréf þar sem verið er að fræða mig um eitt og annað. Í gær fékk ég til dæmis bréf um það að það væri búið að ákveða að opna nýja heilsugæslustöð 2009. Mér finnst þetta nú ekki fréttir sem komi mér mikið við. Minnir mig helst á þegar ég mætti niður á heilsugæslustöðina á Akureyri og ætlaði að panta mér tíma hjá heimilislækninum mínum. Konan í afgreiðslunni horfði á mig forðviða og sagði: en hann er löng fluttur suður. Sástu ekki tilkyninguna í Degi. Á þessum tíma var fjölskyldan ekki áskrifandi af Degi og ég hefði auk þess aldrei vanið mig á að lesa tilkynningarnar meðan við vorum áskrifendur. Þannig að munurinn á ríkisreknu og einkareknu heilbrigðiskerfi er að öðrum megin færðu engar upplýsingar en hinum megin er þér drekt í upplýsingum.

2 Comments:

Blogger Picciotta said...

já það er annaðhvort í eyra eða ökkla, eða segir maður það ekki... ánægð með bloggskrifin, kíp öp ðe gúd vork görl!!!

4:28 AM  
Blogger B said...

Gott að heyra að sökudólgurinn er horfinn! Ég myndi nú bara vera ánægð með áframhaldandi eftirlit þá ættir nú allt enda í góðum kontról. Vona að allt gangi áfallalaust fyrir sig

Já betra að vita að hvert skal fara árið 2009...umm!

4:56 AM  

Post a Comment

<< Home