javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, August 05, 2005

Talvan fríða

Jæja þá er talvan komin í hús. Ég fékk hana í gærkveldi og er búin að setja hana upp. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að horfa á My family þættina. Algjör snild að geta farið að horfa á almennilegt sjónvarpsefni. Svo fæ ég internet tengingu á mánudaginn og svo kemur sjónvarpsmagnarinn á fimmtudaginn og þá get ég loksins lagt sjónvarpinu mínu.
Nú er bara að flytja nýja ruggustólinn minn inn í svefnherbergi og fara að njóta lífsins.
Annars er nú svo heitt að maður getur ekki hreyft sig. Þar sem ég notaði eina fjöltengið mitt til fyrir tölvuna gat ég ekki haft loftræstivélina í gangi. Í gærkveldi var 34°C inni hjá mér (úff hitinn svitinn) og mannig gegnur ekki beinlínis vel að sofa við þetta hitastig.
Annars er fullt að gera í vinnunni. Mér tókst loksins að hreinsa tRNA-ið og nú fer ég að fara að mæla á morgun. Síðan er ég á fullu að senda skammar email og núverandi og fyrverandi labbameðlimi. Skil ekki af hverju ég þarf að hafa svona gribbulegar skildur á þessum labba. Til að toppa allt er búið að stela báðum skrúfjárnunum okkar !!!! Já stelsýkin sýnir á sér margar hliðar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home