javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Wednesday, February 22, 2006

Bara að láta ykkur vita að ég er enn á lífi !!!

Ég er alveg hætt að nenna að skrifa hér. Það er bara allt of mikið að gera. Er að reyna að klára rannís umsókn og svo er ég á haus í vinnunni. Ef ég næ ekki að klára tilraunina mína á næstu 10 dögum þá munu þær ekki birtast í greininni. Ekki það að eihvað af öðrum gögnum munu birtast en ég vil endilega hafa þetta með svo núna er bara að vinna og vinna og vinna meira.
Annar fækk ég gefins miða til NY sem rennur út um mánaðarmótin. Ég ætla því að reyna að taka smá frí um helgina og skreppa niður eftir. Er að spá í að fara á náttúrugripasafnið en er ekki komin með neinar meiri hugmyndir. Allar hugmyndir eru vel þegnar en þó meiga þær ekki vera of dýrar. Fyrir ykkur sem ekki hafa talað við mig nýlega þá kem ég á klakan 26. mars. Ég ætlað að reyna að taka eithvert námskeið hjá HÍ til að fylla upp í námskeiða kvótann í náminu. Vonandi næ ég að hitta sem flesta en ég verð heima í rúmlega tvær vikur. Þetta er nottulega rosalega góð tímasetning því nú get ég keypt páskaeggið mitt heima en seinnast var það sent út með frænku minni.