javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, September 30, 2005

Prufa Picasa forritið

Þetta er ein af myndunum sem ég tók í Woods Hole (ekki Woods Hall eins og ég er búin að skrifa í öðrum færslum). Mig langað bara til að prófa hvort að gæðin á myndunum séu betri svona heldur en í myndaalbúminu mínu. Posted by Picasa

Tuesday, September 27, 2005

Klukk

Jæja Hún Bryndís klukkaði mig. Hér er því listi yfir 5 tilgangslausar upplýsingar um mig:
1. Ég hef lesið Fólkið mitt og fleiri dýr að meðaltali einu sinni á ári síðan ég var ca. 10 ára.
2. ÉG HATA KEÐJUPÓST og hef rofið nær allar keðjur sem mér hafa verið sendar.
3. Ég er fáranlega snyrtileg í vinnunni og laga stundum til eftir aðra þegar mér ofbíður en heima hjá mér finnst mér rusl vera hið besta mál.
4. Ég heyrði lagið The more you ignore me the closer I get þegar ég var 15 ára en þann dag í dag er þetta uppáhaldslagið mitt (ég skil samt meira í textanum núna).
5. Ég vinn á tRNA labb en er ekki enn búin að læra almennilega þetta með 3' og 5'

Það sem það er prinsip mál hjá mér að slíta svona keðjur ætla ég að hálfslíta þessa.
Ég klukka því Helgu Eyju í von um að hún vakni af blogg svefninum og svo klukka ég Jing og Lennart sem væntanlega skilja ekkert í hvað ég er að bögga þau.

Wednesday, September 21, 2005

Eru bandaríkjamenn í útrýmingarhættu

Þetta er spurning sem ég var að velt fyrir mér þegar ég horði á myndir af labbfélögum mínum. Þessar vangaveltur eru samt í þrengra samhengi heldur en titillin gefur til kynna þar sem ég hef enga áhyggjur af bandarískuþjóðinni í heild sinni heldur þeim hluta sem vinnur að rannsóknum.
Á rannsóknarstofunni eru núna 15-16 manns eftir því hvernig er talið. Af þeim eru aðein 3 kanar og tveir af þeim munu væntanlega útskrifast næsta árið. Af doktorsnemum í Yale er um helmingur banarískur en hins vegar eru mjög fáir bandarískir post dokkar og eiginlega allir bandarískir post dokkar sem ég þekki eiga foreldra sem fæddir eru í öðru landi en USA.
Af hverju er þetta svona ?? Sennilega fara kanarnir meira til fyrirtækja og fara því ekki í post dokk en getur verið heilbrigt fyrir þjóð að flytja inn stóran hluta af starfandi vísindamönnum ? Ein ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið er að auðveldara hefur verið að fá styrki til vísindarannsókna í USA en annars staðar en hvað gerist ef áframhald verður á setu ríkistjórna sem halda að vísindi séu húmbúkk þar sem þau passa ekki við biblíuna og því ekki ástæða til að eyða peningum í þennan málaflokk ?

Monday, September 19, 2005

Woods hall

Ég hef verið frekar blogg löt upp úr síðkastið enda hefur verið mikið að gera. Um þar seinnustu helgi var Söllfest og var það mikið fjör og mikið gaman. Ég bjóst við að þetta yrði hávísindalegt en í staðinn voru flestir fyrirlesarnir að rifja upp gamal daga, sýna myndir og gera grín að Dieter. Það kom greynilega fram að hann hefur ekki breyst mikið enda gátu allar kynslóðir hlegið jafn innilega af setningum eins og: "ég tala við þig eftir 5 mínútúr" eða "ég þarf bara að hringja eitt símtal". Þetta endaði svo í mikilli átveislu á einum fínasta klúbb bæjarins og þar sannaðist að fyndnasti maður deildarinnar er fjálmálafulltrúinn okkar.
Seinustu helgi fór ég svo til Woods hole sem er lítill bær á Cape cod. Deildin heldur alltaf svona ráðstefnu á hverju ári þar sem kennararnir kynna sýna rannsóknir fyrir fyrsta árs nemunum og nemar og post-dokkar eru með veggspjöld til að kynna sín rannsóknarefni.
Þegar ég var ung þá hélt ég að allir vísindamenn væru svona eins og próffesor Vandráður í Tinna bókunum. Hins vegar þegar maður lítur í kringum sig á samkomu eins og woods hall þá sé ég að ég hef heft rangt fyrir mig. Allir þessir prófessorar eru mjög framalega á sínu sviði en það er um það bil allt sem þeir eiga sameiginlegt. Nokkrir þeirra sönnuðu að þeir gata ómögulega dansað á svona dans teppi (þetta er ein hvers konar tölvuleikur þar sem tákn á skjánum segja manni hvar maður á að stíga) aðrir plokkuðu peninga af saklausum nemendum í póker og enn aðrir voru syngjandi rokk lög fram á rauða nótt.
Fyrirlestranrnir voru einnig mjög ólíkir en allir voru áhugaverðir. Þar kom greinilega í ljós að sumir kennarnir eru mjög fyndnir, aðrir halda að þeir séu fyndnir en eru það engan vegin og svo eru sumir mjög alvörugefnir. Uppáhalds kennarinn minn brilleraði að vanda. Þegar hann var búin að leika samspil aktín og míósín í 20 mín hringdi klukkan til merkis um að hann ætti að hætta, hann sagðist þurfa aðein að klára og 15 mín seinna reyndi fundarstjórinn í örvæntingu að þagga niður í honum. Þá leit hann á fundarstjórann í forundrun og spurði hvort hann mætti ekki tala í 5 mín í viðbót. Þegar þessar 5 mín voru liðnar þá var hreinlega slökkt á skjávarpanum. Það stoppaði hann ekki og hann hélt bara áfram að tala. Við vorum nottulega í krampakasti yfir því að fylgjast með fundarstjóranum reyna að þagga niður í honum en þá hrópaði hann bara yfir salinn að þar sem hann væri hispanik þá væri hann vanur að tala í hávaða og svo hélt hann áfram að leika uppáhalds próteinin sín.
Þetta var semsagt góð helgi. Það mun samt taka smá tíma að venja sig á eðlilegt mataræði aftur því að þarna er alveg óhóflega góður matur og mikið af honum. Síðan voru alltaf a.m.k. 5 mismunandi kökkur í eftirrétt og svo gat maður gengið í ískistuna og fengið sér frostpinna.

Thursday, September 08, 2005

Söllfest

Jæja á morgun hefst hin mikla Söllfest. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er þetta symposium eða svona hátíðarráðstefna til heiðurs Dieter. Guðmundur Eggerts og fleiri gamlir og góðir nemendur og samstarfsaðilar ætla að flykkjast hingað. Eins og gefur að skilja þá er Dieter búin að vera frekar upptekin við að reddingar þó að opinberlega þá eigi aðrir að sjá um undirbúning. Í dag uppgötvaði hann að eithvað af þessum gestum myndi væntanlega vilja að fá að sjá labbinn. Því var gefin út skyndi hreingerningartilskipun. Allir hættu að vinna og fóru að þrífa. Á nokkrum klst. breyttist labbinn úr ósnyrtilegri ruslahrúgu í vel skipulegða vinnustofu. Ég hef enga trú á að fyrri meðlimir verði færir um að þekkja labbann aftur. Ég hef á sama skapi ekki trú á að þessi snyrtimenska endist nema fram í miðja næstu viku.