javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, August 29, 2005

Nethugleiðingar

Þegar ég var að fara að sofa í gærkveldi fór ég allt í einu að rifja upp fyrstu kynni mín af netinu (af hverju er það að þegar maður veit að maður þarf að fara senmma á fætur og því að sofna snemma að maður fer að hugleiða eithvað fáranlegt og getur því ekki sofnað ???). Það eru rúm 10 ár síðan að ég var í tölvunarfræði í 10. bekk og mér hefði tekist að klára eithvert verkefni á undan öllum hinum krökkunum svo að kennarinn minn (Árni Hrólfur, af hverju man maður fullt nafn á kennurum þegar maður getur oft ekki einu sinni munað fyrsta nafn á gömlum bekkjarfélögum ???) verðlaunaði mig með því að leyfa mér að fara á NETIÐ. Þetta var allt í dos umhverfi með fullt af > táknum og mér fannst þetta vera hræðilega óspennandi og leiðinlegt. Ég gafst líka fljótlega upp en síðan byrjaði maður að læra meta netið þegar komið var í menntaskólann. Í dag nota ég netið á hverjum degi. Er tengd heima og í vinnunni. Horfi á sjónvarpið í tölvunni, þar fara líka mest öll mín bankaviðskipti fram sem og aðalinnkaup. Svona getur margt breyst á 10 stuttum árum.
Hvernig er það man einhver textan við veðurlagið hans Tobíasar í turninum. Ég man bara : regns er von úr austurátt, ágúst liðinn haustar brátt. Þetta fer ferlega í taugarnar á mér enda er nú rétti tíminn til að raula þetta.

Monday, August 22, 2005

tónleikar

Ég og Jing fórum á Tori Amos tónleika á þriðjudaginn. Ég er svona semi aðdáandi hennar, finnst hún alltaf skemmtileg en hef aldrei tímt að fjárfesta í disk. Núna er ég með áskrift af tónlistarbanka og get því hlustað á nær hvað sem er, hvenær sem er. Ég hef því verið að endurnýja kynni mín við hina ýmsustu flyjendur og meðal annrs áðurnefnda söngkonu. Jing er hins vegar svona alvöru aðdáandi sem tímir að kaupa diska og þekkir flest lögin.
Við mættum tímanlega á svæðið en ekki veitti af. Þetta var nottlega voðalega bandarískt allt fullt af sölubásum og dunkin doughnnuts voru meira segja með bás. Ég splæsti á mig einum frosnum kokkteil og síðan var stefnan tekin á salin þar sem við vorum með afbrgðs sæti fyrir miðju. Upphitnunarsveit númer 1 hét the like og voru allt í lagi. Greinilega ekki vanar að spila fyrir svona stóran sal og vantaði dálítið upp á sjálfsöriggið og músíkin var þokkalega þó að ég skyldi ekki orð af textanum. Seinni upphitunarsveitin var hins vegar alveg brillíant. Hún heitir ditty blops og mæli ég með að fólk kynni sér hana.
Sjálfir tónleikarnir voru síðan væga sagt stórkostlegir. Tori spilaði og söng í meira en tvo tíma samfellt. Tók mikið af sínum þekktari lögum en einnig slatta af nýju plötunni sem ég þekkt ekki. Hún var með flyggill, orgel og tvæ hljómborð sem hún skiptist á að spila á. Stundum spilaði hún á flygillinn og orgelið á sama tíma !! Eftir mikið uppklapp þá endaði hún á að flytja landslide sem ég held að sé fleetwood mac lag en gerði það mun betur heldur en allar aðrar útgáfur sem ég hafði heyrt.
Allt í allt voru þetta frábærir tónleikar og ég vona að ég eigi eftir að vera duglegri í framtíðinni að skella mér á tónleika þekktra listamanna.

Friday, August 19, 2005

Maurainnrás

Bíóhúsin eru enn að sýna mynd um innrásina frá Mars. Þessi innrás átti víst að vekja mikinn ótta meðal bíógesta en það fer tvennum sögum af því hvort því marki hafi verið náð. Ég er persónulega miklu hræddari við kunnuleg skorðkvikkindi heldur við einverjar óskilgreindar geimverur.
Þegar ég ætlaði í sturtu seinnasta laugadagsmorgun þá uppgötvaði ég að innrás væri hafin. Án þess að ýkja þá var baðherbergið mitt fljóttlega krökkt af maurum. Litlum maurum, stórum maurum og risa maurum. Til allrar hamingju virðist innrásin hafa hafist stuttu áður en ég ákvað að sturta mig. Ég vopnaðist í skyndi. Með klóstetpappír í annari hendi og með hina hendina á niðursturtaranum þá hóf ég gagnárás sem var álíka stórfegleg og bardagaatriðin í LOTR. Eftir nokkurn tíma var ljóst að ég hefði yfirhöndina í stíðinu. Þegar ég var búin að bana öllum sjánlegum maurum í baðherberginu þá náði ég mér í skordýrafælusprey og úðaði á rifuna sem hafði myndast milli tveggja flísa á veggnum en þaðan hafði innrásarliðið komið. Ég skokkaði í hverfisverkfæraverslunina en þá kom í ljós að eðalkallanir voru búnir að loka (ég hafði kúrt frekar lengi í rúminu með stórgóða bók). Nú voru góð ráð dýr. Ég fór aftur heim og týndi upp þau kvikindi sem höfðu sloppið svo hreinsaði ég allt út úr baðherberginu og sprautaði herbergið með einhverju bráðdrepandi skordýraeitri. Þar sem ég mátti ekki vera í íbúðinni næst 4 tíma þá skellti ég mér í vinnuna. Þar hitti ég síðan Kelly sem skutlaði mér í Lows (USA útgáfan af húsasmiðjunni- hmmm ætli húsasmiðjan sé ekki frekar íslenska útgáfan af lows). Þar verslaði ég mér gæðakíttí og kíttíbyssu (veitir ekki af að vera vel vopnaður í þessu landi). Þegar loksins það var orðið óhætt að anda inn í íbúðinni þá gerði ég mína fyrstu tilraun til að nota kíttíbyssu. Það gekk ekki beint vel enda var kíttíbyssan gerð fyrir risakíttý túbur en ég hafði bara keypt svona litla og sæta túbu. Ég endurhannaði kíttíbyssuna í snatri með hjálp aukahluta úr ryksugunni minni og tóskt að lokum að fylla upp í rifuna. Síðan þá hefur enginn maur sést og lýsi ég því yfir fullanaðar sigri mínum yfir maurunum.

Tuesday, August 09, 2005

í eigin heimi

Ég ákvað að búa mér til quesadias (hmm ekki viss með stafsetningu, þetta er svona mexikanskar pönnukökkur með bráðnum osti á milli og salsa og sýrðum rjóma ofan á). Ég skellti pönnukökkuni á pönnuna og ostinum á milli nema hvða helvítis osturinn vildi ekki bráðna. Ég var nú ekki að æsa mig mikið beið bara þolimóð þanngað til ég fattaði að það var ekki kveikt á helluni :þ

Friday, August 05, 2005

Talvan fríða

Jæja þá er talvan komin í hús. Ég fékk hana í gærkveldi og er búin að setja hana upp. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að horfa á My family þættina. Algjör snild að geta farið að horfa á almennilegt sjónvarpsefni. Svo fæ ég internet tengingu á mánudaginn og svo kemur sjónvarpsmagnarinn á fimmtudaginn og þá get ég loksins lagt sjónvarpinu mínu.
Nú er bara að flytja nýja ruggustólinn minn inn í svefnherbergi og fara að njóta lífsins.
Annars er nú svo heitt að maður getur ekki hreyft sig. Þar sem ég notaði eina fjöltengið mitt til fyrir tölvuna gat ég ekki haft loftræstivélina í gangi. Í gærkveldi var 34°C inni hjá mér (úff hitinn svitinn) og mannig gegnur ekki beinlínis vel að sofa við þetta hitastig.
Annars er fullt að gera í vinnunni. Mér tókst loksins að hreinsa tRNA-ið og nú fer ég að fara að mæla á morgun. Síðan er ég á fullu að senda skammar email og núverandi og fyrverandi labbameðlimi. Skil ekki af hverju ég þarf að hafa svona gribbulegar skildur á þessum labba. Til að toppa allt er búið að stela báðum skrúfjárnunum okkar !!!! Já stelsýkin sýnir á sér margar hliðar.

Tuesday, August 02, 2005

Fréttnæmt

Verslunarmannhelgin hefur greinilega gengið vel fyrir sig. Aðalfréttir af gleðskap helgarinnar eru að áðnamöðkum var stolið í Búðardal og að Árni Johnsen löðrungaði Hreim !!! Fyrri fréttin styrkir mig en í þeirri trú að lögreglulið Búðardals er vel vaxið þeirri miklu ábyrgð sem starfið kallar á. Seinni fréttin sýnir að næstleiðinlegasti skemmtikraftur landsins finnst leiðinlegasti skemmtikraftur landsins vera leiðinlegur. Ekki það að ég sé að mæla því bót að fólk gangi um og löðrungi samferðamenn sína en kommon hvað voru margir barðir í kássu heima um helgina án þess að það rataði í fréttir.