javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Saturday, October 29, 2005

haustfílingur

Haustið er komið og það er greinilega ekki langt í veturinn. Ég er komin með dúnsængina á rúmið og byrjuð að nota úlpuna mína. Trén eru samt rétt núna að fara að breyta litum. Ég spái því að seinni partinn í næstu viku verður komin tími til að fara að taka myndir.
Annars er allt að ganga upp í vinnunni hjá mér. Ég hafði nottlega rétt fyrir mér varðandi geislavirknina og núna eru öll mín ensím virk. Rosalega er ég fegin. Ég var búin að vera að berjast í þessu frá því að seinnasta vor og ekkert gekk fyrr en núna.
Snædís og Ægir eru hérna. Við skruppum í smá verslunarleiðangur í gær. Snædís reyndist hafa mjög kauphvetjandi áhirf þar sem við Ægir enduðum klifjuð pokkum en hún verslaði ekkert á sjálfan sig. Ægir verður svo hérna í næstu viku en Snædís verður áfram í nokkra mánuði.

Sunday, October 16, 2005

Húrra

Eftir mikla vinnu, vonbrigði og pælingar þá segir mér hugur um að ég sé búin að leysa virkni vandamálið. Þannig er að Dieter var búin að biðja mig um að klára verkefnið mitt fyrir ca 4 mánuðum. Það eina sem ég þurfti að gera væri að búa til fallega hleðslu kúrfu (charging curve) en þetta hefur gengið alveg bölvanleg hjá mér. Á föstudaginn seinnast fékk ég alveg brilíant hugmynd þegar ég var að spjalla um þetta allt saman við einn labbfélaga minn. Ég gerði svo litla tilraun í gær og þetta lítur bara vel út. Síðan þarf ég að flytja fyrirlestur á morgun og þá heyri ég hvort að fólki lýst val á þetta hjá mér.
Það er víst hrekkjavaka á næstunni. Ég keypti mér stór skemmtilegt blað með fullt af uppskriftum af köngulóm, múmíum og beinagrindum. Síðan ættla ég að reyna að fá eithvað lið með mér að baka og elda og hafa svona hrekkjavöku í vinnunni.

Wednesday, October 12, 2005

Önnur gróður mynd

Þessi er líka frá Woods Hole. Núna fer að líða að því ég fari að taka haustmyndir. Það er reyndar ekta haustveður núna = rigning og rok :(
Vonandi fer að stytta upp svo ég geti tekið haustlitamyndir annars getur maður svosem tekið drungalegar rigningamyndir. Posted by Picasa

gildi peninganna

Hvernig fer fólk alment að því að ákveða framtíðina ? Ég er núna aðalega að pæla hvernig fólk velur sér starfsvið. Er það áhuginn sem skyptir máli, peningarnir, hvað foreldrar, ætingjar og vinir hafa valið sér ?
Tilefni þessara pælinga er að við erum með fyrsta árs nema hjá okkur á labnum. Þegar ég segi fyrsta árs nema þá meina ég nemi á fyrsta ári í grunninámi. Stelpugreyið er aðein 18 ára gömul og hún vill endileg vera á labnum hjá okkur því hún ætlar að vera vísindamaður, nánartiltekið lífeðlis- eða lífefnafræðingur. Allt gott um það að segja nema að hún nottulega hefur engann grunn til að skilja eitt eða neitt í því sem við erum að vinna að. Í staðinn kemur hún inn nokkrum sinnum í viku og eltir einn doktorsnemann á röndum og reynir að skilja hvað hann er að gera. Það er ekki auðvelt þar sem hún er skíthrædd við alla efnafræði og eðlisfræði. Nú er ég með vægt ofnæmi fyrir eðlisfræði og það er ástæðan fyrir því að það hvarlaði aldrei að mér að fara á eðlisfræðitengda námsbraut. Nú uppgötvaði ég reyndar að það er heilmikil eðlisfræði í minni vinnu en ég hef ráðið við það hingað til. En aftur af nýnemanum. Af hverju í ósköpunum fer einhver sem þolir ekki og skilur ekki eðlis- og efnafræði inn á braut þar sem allt tengist þessum fögum af hverju fer hún ekki í líffræði? Þegar ég spurði hana að þessu fækk ég svar sem mér finns vera í besta falli heimskulegt. Hún var búin að finna það út að líffræðingar eru með etihvað pínulítið lærri laun heldur en lífefnafræðingar eða lífeðisfræðingar og af þessari einu ástæðu ætlar hún að pína sig í gegn um grunnámið (4 ár) og svo allt doktorsnámið.
Mikið er ég fegin því að ég fór í eithvað nám sem mér fannst gaman af (ja dýrafræðin og vistfræðin var algjör pína en maður lifði það af) og ég hef fulla trú á að ef ég legg mig fram í mínum rannsóknum og reyni að fara inn á spenandi svið þá get ég fenigið vinnu þar sem launin eru nógu há til að ég geti lifað sæmilegu lífi. Ég hef engan áhuga á að læra eithvað sem mér finnst vera leiðinlegt bara til að vera með nokkrum þúsundköllum meira í laun. Ég trúi því líka statt og stöðugt að ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera hafi maður möguleika á að komast í betri stöður heldur en ef maður mætir í vinnuna bara til að vinna sér inn peninga.