javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, July 24, 2006

Dánarfregnir



Dieter "litli" lést að heimili sínu 24. júlí síðastliðinn. Hann barðist hetjulega við bakteríuna Columnaris en því miður uppgötvaðist sýkingin of seint og sýklalyf bárust ekki í tæka tíð. Jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk aðstendanda og söng vanmetnasta sópransöngkona Íslands við athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á sædýrasafn Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sunna Helgadóttir

Saturday, July 15, 2006

bútasaumur




Ég er nýbúin að kaupa mér saumavél. Í tilefni af því hef ég farið á nokkur námskeið meðal annars bútasaumsnámskeið. Bútasaumur er eitt það skemmtilegasta sem ég hef lært lengi og hef ég undanfarið verið að búa til lítið barnateppi. Það vill svo heppilega til að hún Jóhanna frænka mín er ný búin að eignast myndarlegan strák sem heitir Hannes Helgi og vona ég að ég nái að klára teppið nógu snemma svo ég geti gefið honum það. Nú vantar mig hjálp við að ákveða hvernig teppið á að líta út. Teppið er búið til úr níu ferningum svo að það eru þrjú möguleg munstur. Ég tók mynd af öllum möguleikunum og vona að þið séu til í að hjálpa mér að ákveða hvað sé best. Fyrsta myndin er af f og f munstrinu. Önnur myndin er af sjöu munstrinu og sú seinnasta er af siksak munstrinu. Endilega segið mér hvað ykkur fynnst best.

Thursday, July 13, 2006

Annar í dádýri


Hann bróðir minn gaf mér stærðarinnar stykki af dádýrakjöti áður en hann fór. Eftir að ég var búin að reyna að pranga kjötinu inn á vinnufélaga mína varð ég að horfast í augu við að ég myndi þurfa að gera mína fyrstu tilraun til að elda villibráð. Ég steikti þetta á pönnu, kryddað með salt og pipar og bætti góðum slunk af rauðvíni út á pönnuna þegar kjötið var búið að steikjast næginlega og lét það malla. Bjó til sósu úr rauðvíninu og safanum af kjötinu al la Sunna þ.e. verulega kekkjót. Þetta var alveg verulega gott og rauðvínið sem ég keypti með passaði vel við gómsæt bragðið. Í dag er semsagt dagur tvö (af þremur) og reyndi ég að dubba upp á kjötið með nýju meðlæti, smörsteikti portabela svepp og hafði með frönsk smábrauð með smurosti. Núna er bara að finna hvað ég get notað á morgun til að láta þetta bragðast eins og nýjan rétt á morgun. Endilega komið með uppástungur.