javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, May 12, 2006

Góður dagur


Ef maður lítur út í rigninguna (og eða á pollin á eldhúsgólfinu mínu) finnst manni að maður ætti að vera í vondu skapi. Hins vegar gegnu allar mínar tilraunir vel í dag, mötuneytisfólkið gaf mér kókómjólk og kökkusneið og mér tókst að koma einni labbagræjunni í viðgerð. Það besta af öllu er samt að ég sit hér heima í náttbuxunum (tvennar buxur og tvenn pör af sokkum eru að þorna eftir rigninguna) og japla á íslensku páskaeggi og hlusta á pearl jam. Við Þrándur erum nefnilega að fara á tónleika með þeim á morgun og um að gera að koma sér í stemningu. Djöfulsins snillingar eru þetta.
Hérna til hliðar er mynd af Björgu systur fyrir framan metropolitan museum of art.

Sunday, May 07, 2006

Pönnukökur

Mamma og pabbi gáfu mér pönnukökupönnu í fyrirfram afmælisgjöf. Ég ákvað í kvöld að vera dugleg og bakka nokkrar pönnukökur og taka með í vinnuna á morgun. Þetta reyndist vera aðeins erfiðara en ég hafði hugsað mér. Í fyrsta lagi þá er uppskriftin frá ömmu í einingunum slunkur af þessu og goma af hinu og ég var ekki viss hvort að hveiti skóflurnar mínar væru af sömu stærð og hennar svo ég endaði á að setja of mikið af hveiti. Í öðru lagi þá var ég ekki búin að venjast því að hafa hálfa matskeið mál og setti því hálfa matskeið en ekki hálfa teskeið af matarsóda. Að lokum og það sem kom mér mest á óvart (ég er ekki óvön því að ég mæli vitlaust) þá átti ég enga ausu !!!! Ég endaði á að nota eithvert verkfæri sem líkist stórri skeið og þurfti þrjár svoleiðis til að fylla pönnuna. Eftir um fimtán kökkur þar sem bragðsmökkun hafði leitt í ljós að bæta við eggjum, dropum og vatni náði ekki að bjarga þunga þurra bragðinu gafst ég upp. Þetta var nú ekki allt til ónýtis því hér sit ég og drekk kakó og borða hveitipönnukökur með sykri. Þetta gengur bara betur næst er það ekki. Posted by Picasa

Friday, May 05, 2006

Hundadagar


Áður en ég flutti til Bandaríkjana var ég búin að læra úr sjónvarpi og bókum að hér væri algent að börn kæmi með foreldrum í vinnun þegar það væru svona bring your kids to work dagar (á Íslandi kallast þetta kennarverkföll). Engin hafði samt frætt mig um bandaríska hundadaga þ.e. þegar allir hundaeigendur taka hundana með sér í vinnuna. Ég hef aldrei séð þessa daga auglýsta en þetta er talsvert algengt t.d. voru tveir hundar í vinnunni á hæðinni hjá mér í dag. Ritarinn fyrir hina prófessorana var með pínulítið kvikindi sem leit út eins og dúkkuhundur og svo var Dieter með Morgan. Við Morgan eru miklir vinir enda veit hann hverjum finnst gaman að klappa honum. Ég byrjaði því daginn með All about eve ilminn en endaði með eau de hundur ilminn.