javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Wednesday, November 08, 2006

líður að jólum

Mér hefur borist töluvert af kvörtunum að blogg leti minni.
Allavega hér er smá ágrip af síðast liðnum mánuðum ekki í neinni sérstakri röð.
-Hef sauðmað helling þ.á.m. kjól, hrekkjavökubúning og æðislegar náttbuxur
-Eftir að sorgartímabilinu lauk fékk ég mér nýjan Betta fisk, hann heitir Steven í höfuðið á uppáhaldssöngvaranum mínum, ef þetta segir ykkur ekkert þekkið þig mig ekki neitt! (vísbending, lagið sem ég er að hlusta á núna heitir cosmic dancer)
-Byrti grein númer 2 í journal of bacterology, ef ykkur langar að lesa þá hafið samband
-Lærði bútasaum og bjó til teppi handa nýjasta frænda mínum
-Er að læra þýsku og horfi núna reglulega á þýskar bíómyndir
-Er á fullu í líkamsrækt og er með gegt myndarlegan einkaþjálfara
-Er að læra kökuskreytingar, labbfélögunum til mikilar ánægju en þeir fá að éta afgangana
-Er búin að kaupa allar jólagjafir nema eina, jejj
-Leiðbeindi manni hvernig hann ætti að finna arketektaskólahúsið, nema ég vísaði honum óvart á verkfræðihúsið !
-Henti kallbjálfa út úr kvenasturtunni í líkamsræktinni
-Liðið sem hjálpar manni við að leysa vísa og önnur sktrifinskuvandamál kann að stafsetja nafnið mitt :(
-Hlustaði á fyrirlestur hjá Hans Blix, spáið í því hvað heimurinn væri betur staddur ef forstabjálfinn hefði trúað honum
jæja kakóið er búið og ég á leið í rúmið.
Góða nótt Posted by Picasa