javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Wednesday, April 11, 2007

Ég vissi það

Vísindamenn við Edinborgarháskóla eru búnir að svara spurningunni sem ég spurði fyrir nokkru. Kettir geta haft ofnæmi fyrir mönnum.

Sumir kettir hafa ofnæmi fyrir mönnum

Alkunnugt er að ýmsir menn þola illa fínleg hár af kattarfeldi, en sérfræðingar við Edinborgarháskóla segja suma ketti, og ýmis önnur dýr, hafa ofnæmi fyrir mönnum. Þannig valdi húðfrumur og hár manna því að 2% katta eigi við ýmsa ofnæmiskvilla að stríða, svo sem kláða, hnerra og öndunarsjúkdóma á borð við asma.

Þá bæti ekki úr skák séu kettirnir lokaðir inni í sóðalegum mannabústöðum þar sem rykmottur séu undir húsgögnum og í hornum og tóbaksreykur liggi í loftinu.

Thursday, April 05, 2007

4. apríl 2007

Ég: Alva til hamingju með 6 mánaða afmælið.
Alva; snýr sér við og sleikir á sér rassinn.