javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Sunday, April 02, 2006

Skinka, remúlaði og steiktur laukur

Þá er maður komin í höfuðborgina. Það er aldeilis búið að fara vel um mann. Borgin heilsaði með týbísku skítaveðri, nýstingskulda og roki. Veðrið hefur skánað öðru hvoru en ekki nóg til að ég geti notað rússkinsjakkan minn.
Námskeiðið er skemmtilegt og við lærum ýmislegt gagnlegt og það skemmir ekki fyrir að geta sofið til hádegis nær alla daga.
Ég er búin að ná að heimsækja fullt af fólki en á samt marga eftir en ég vona að það náist allt. Posted by Picasa