javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Monday, May 23, 2005

Pöddulíf

Já þá er komið sumar. Hjá mér miðast sumarbyrjun ekki við sumardaginn fyrsta heldur við þann dag sem ég sturta fyrstu pöddunni niður um klósettið. Númer eitt var sæt könguló :(
Annars er Bryndís að koma á morgun. Við ættlum að byrja að skoða heimsborgina New York í nokkra daga. Ég hlakka mikið til enda langt síðan ég hef fengið heimsókn. Vonandi við heppnari með veður en þegar Björg systir kom í heimsókn í janúar. Þá var -20°C mest allan tíman. Of kalt til að vera út og kanarnir nenntu ekki að mæta til vinnu í svoleiðisverðri svo að heilu mollin voru lokuð :p
Ég nennti nú ekki að horfa á júróvísion á laugadaginn enda mesta spennan farin. Frétti í morgun að Þjóðverjar hefðu verið rasskeltir all svakalega. Fengu bara fjögur stig en það er versti árangur þeirra í keppninni. Ekki einu sinni Tyrkir nenntu að gefa þeim stig. Þannig að það eru ekki bara íslendingar sem tóku sig of alvarlega í þetta skiptið.

Tuesday, May 17, 2005

Heimsókn

Það styttist í að Bryndís komi í heimsókn til mín. Núna er bara vika. Það er búið að skippuleggja þetta mikið en enn eru ýmsir óvissuþættir. Ég get ekki gert upp við mig hvað sé skemmtilegast að skoða hér í New Haven. Það er hreinlega úr of mörgu að velja. Eitt er víst þetta verður mikið fjör. Annars er nátúrulega algjör snild að vinna fyrir mann sem blikkar ekki auga þegar maður tilkynnir að maður ætli að taka tveggja vikna frí. Dieter sagði bara frábært og ég verð á fullum launum í fríinu :)
Annars er nóg að gera. Rannsóknirnar loksins farnar að ganga og öll próf búin. Úti er sól og blíða alla daga og öll tré í fullum blóma. Ég greip myndavélina mína um daginn og tók svolítið af sumarmyndum. Aldrei að vita nema ég skelli þeim hingað inn þegar ég er búin að læra að búa til myndalbúm.

Wednesday, May 11, 2005

Hilluæði

Ég er farin að hallast að því að áhugi minn á bókhillum sé óeðlilegur. Ég er búin að reyna að spara smá þar sem Bryndís er á leið í heimsókn. Á fimmtudaginn var sá ég síðan auglýsingu frá IKEA um að það væri 25% afsláttur af uppáhaldshillunum mínum. Nú ég þangað og áður en ég vissi af var ég búin að versla hillur fyrir 200$. Hillurnar mínar líta alveg rosalega flott út en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta sé eðlilegt ! Ég veit að sumir eru veikir fyrir skóm, aðrir fyrir fötum og enn aðrir fyrir súkkulaði en hillur !!!!

Wednesday, May 04, 2005

Fyrsta blogg

Velkomin allir !!!
Þetta er fyrsta tilraun mín í blogg heiminum. Bryndís á heiðurinn á að koma mér af stað (klapp klapp) en vonandi næ ég að krafsa eithvað hér inn endrum og eins.