javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Thursday, July 28, 2005

Þuklarar

Ég er verulega að spá í að fara að ganga um berbrjósta með álestrun á bringuni : vinsamlegast þuklið!! Eftir að þetta blesaða góðkynja æxli mitt fanst hefur helmingurinn af öllu heilbrigðisstafsfólki staðarins þuklað á mér brjóstinn. Núna er búið að fjarlægja sökudólginn en þuklið ætlar bara ekki að hætta. Hélt að þegar ég mætti á mánudaginn til að taka af mér umbúðirnar að þetta yrði seinasta þuklið í bilið en nei. Daginn eftir byrjar að leka úr skuðinum ég nottlega beint inn á heilsugæslu. Nú hjúkkan þuklar mig og þuklar og heldur síðan blákalt fram að þetta sé bara betra svona. Miklu betra að hafa smá op á brjóstinu svo að afgangs vökvi geti flætt út !!! Ég kanaðist ekki við þessa nýju uppgötvun í skurðlækningum. Þetta var reyndar minn fyrsti uppskurður en hefði haldið að maður hefði heyrt af þessari betra að sauma ekki skurðinn saman venju. En allavegana þarf ég að mæta í þukl nokkrum sinnum í viðbót. Það er nefnilega þannig að þegar maður er með svona auka op er meiri hætta á sýkingum (alveg ný uppgötvun!!). Svo til að gera þetta enn skemmtilegra á ég einnig pantaðan tíma í leghálsskoðun en hún kemur nottlega með tilsvarandi þukli.
Annað í heilbrigðiskerfinu hér sem vekur mér furðu eru allar þessar tilkynningar. Ég hef valla undan að opna bréf þar sem verið er að fræða mig um eitt og annað. Í gær fékk ég til dæmis bréf um það að það væri búið að ákveða að opna nýja heilsugæslustöð 2009. Mér finnst þetta nú ekki fréttir sem komi mér mikið við. Minnir mig helst á þegar ég mætti niður á heilsugæslustöðina á Akureyri og ætlaði að panta mér tíma hjá heimilislækninum mínum. Konan í afgreiðslunni horfði á mig forðviða og sagði: en hann er löng fluttur suður. Sástu ekki tilkyninguna í Degi. Á þessum tíma var fjölskyldan ekki áskrifandi af Degi og ég hefði auk þess aldrei vanið mig á að lesa tilkynningarnar meðan við vorum áskrifendur. Þannig að munurinn á ríkisreknu og einkareknu heilbrigðiskerfi er að öðrum megin færðu engar upplýsingar en hinum megin er þér drekt í upplýsingum.

Wednesday, July 27, 2005

Krílin mín

Þið gerið ykkur grein fyrir að ég nenni ekki að blogga ef ég fæ engin komment til baka. Ég leggst undir sæng og grenja alla nótina (hmmm smá ýkjur). En allavegana þá á ég víst að vera að vinna á fullu sem er nottlega ástæðan fyrir því hvað ég handi mikið á netinu. Einhver FÍBL eru búin að stela verkefninu mínu og við verðum að fara að birta okkar niðurstöður fljótlega til að verða á undan. Það sorglega við þetta allt saman er að einn af þeim sem þeir lista sem samstarfsaðila er einnig í samstarfi við okkur (grrr). Svo nú erum við hætt að tala við hann og ég er að reyna að fá fallega ferla til að birta. Þetta gegnur nú allt hægt og rólega því að ég er að læra að hreinsa RNA og svona smátterí sem þarf að gera áður en raunverulega mælingar eru gerðar. Vonandi næ ég samt að klára þetta á næstu tvemur vikum. Annars er ég búin að eyða deginum í að hlusta á æfingar doktorsvörn. Doktorsvörnin sjálf verður á morgun og stákgreyjið er að farast úr stressi. Vonandi að hann nái sér niður því hann gerði flottar rannsóknir og er með áhugaverðar niðurstöður. Ég get ekki ímyndað mér stessið við þetta. Er dauðfegin að það eru allvegana tvö ár í þetta hjá mér.

Tuesday, July 26, 2005

Raðgreiðslur og tölvueign

Eins og þið flest vitið þá lít ég á fólk sem notar raðgreiðslur til að kaupa semi-nauðsynlega hluti, í staði fyrir að safna fyrir þeim, sem algjöra bjána (sorrý Björg ég veit að þú þolir ekki þetta orð :p ). Þar sem maður á alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér skellti ég mér á tölvu á raðgreiðslum um daginn. Mér lá nottlega ekkert á að versla þetta en nennti bara ekki að bíða eftir að ég væri búin að safna. Núna er talvan á leiðinni. Fyrsti hlutinn, hugbúnaðurinn kemur á fimmtudaginn og svo kemur talvan sjálf einhver tíman á næstu tvemur vikum. Ég er rosa spennt. Ég skellti mér á rosa fína tölvu með 19'' flötum skjá og alles. Nú hlakkar mig til að fara að horfa á bresku gamanþættina sem sistkynin gáfu mér í jólagjöf (eru á evróska svæðinu en DVD spilarinn minn spilar bara amerískt). Svo getur maður farið að leika sér í tölvuleikjum og þvælst meira á netinu. Maður er alltaf eins og asni þegar maður er að rápa á netinu í vinnunni jafnvel þótt maður sé búin að ákveða að maður sé ekki í vinnunni lengur. Sérstaklega þar sem einn vinnufélagi minn hefur óstjórnlegan áhuga á hvað ég sé að gera á netinu. Getur orðið svolítið vandræðanlegt eins og þegar ég var að panta mér nærföt af victoría secret :( Síðan er ég alltaf nett tæknifrík svo þetta á eftir að verða svaka gaman. Síðan þegar ég verð komin með netið heima ætlast ég til að geta spjallað við ykkur heima í gegn um skype en ég er ekki lengur með snúrusíma og farsíminn minn rukkar mig bæði fyrir símtöl úr og í símann svo það er ekki voða praktískt að spjalla mikið í hann. Hefur einhver prufað að spjalla við marga í einu í gegn um skype? Mig langar voða mikið að hafa smá fjar hitting.

Friday, July 22, 2005

gulur, rauður, grænn og blár

Ég var að búa til lausnir í dag sem væri ekki í frásögu færandi nema að ég var að búa til snefilmálmlausnir. Venjulegar lausnir eru svo leiðinlega litlausar en þessar voru ansi fallegar. Járnlausnin var skiljanlega skær gul, koparinn rauður, kobalt blátt og nikkel lausnin var græn. Langar mest að setja þessar lausnir í fallegar flöskur og hafa sem skraut upp á hillu hjá mér :)

Tuesday, July 12, 2005

Sjónvarpsgláp

Ég sagði upp kaplinum mínum fyrir mánuði síðan. Fannst komin tími til að ég eyddi frítíma mínum a.m.k yfir sumarið í eithvað annað en að glápa á imbann. Viku eftir að átti að vera búið að aftengja kapallinn þá hringdi ég í fyrirtækið og sagði þeim að ég væri enn með kapal. Þetta var nú ekki gert af neinni góðmensku sá bara ekki ástæðu að fara fá reikninga eftir að ég væri búin að segja þjónustunni upp. Konan í símanum sannfærði mig um að þeir væru hættir að rukka mig en að tæknimennirnir hafi bara ekki haft tíma til að aftengja en það yrði gert á næstu dögum. Núna þessum vikum síðan er ég enn með þennan fína kapal. Þetta blessaða fyrirtæki er víst frægt fyrir að gleyma að aftengja viðskiptavini svo allt bendir til þess að ég verði með ókeypis kapal áfram.
Afleiðing á þessu er að ég hef glápt alveg óvenu mikið á sjónvarp undanfarið. Orðin húkt á leiðinlegum raunveruleikaþáttum eins og hell kitchen og INXS þáttnum. Kosturinn er samt að þeir eru sýndir á sama tíma þannig að ég er að spara gláp tíma með að fletta bara á milli (hjúkk að enginn er að horfa á sjónvarpið með mér því ég er voðalegur rápari). Þess á milli horfi ég á breska gaman þætti á PBS en það er nottlega besta fánalega sjónvarpsefnið.

Friday, July 01, 2005

Tori Amos tónleikar

Ég gleymdi að segja ykkur að ég er á leið á tónleika með Tori Amos í haust. Ég og vinkona mín vorum tilbúnar fyrir framn tölvuna á slaginu 10:00 fimmtudaginn í seinnustu viku. Við vorum þvi með þeim fyrstu til að fá miða og virðust hafa góð sæti :) Ég hlakk svo til tral la la
Annars er ég víst föst hérna í bili. Kæliherbergið okkar bilaði og ég er að býða eftir að einhver viðgerðar kall hringi. Ég vissi ekki að ég bæri ábygð á þessu en svona er það. Ef eithvað bilar í þessum labba er það yfirleitt eithvað sem ég þarf að sjáum um að laga. Gæti svosem hugsað mér eithvað skemmtilegra að gera á föstudagskveldi (stuna). Annars er þetta í þriðja skipti sem þetta bilar síðan ég kom hér og bilaði seinnast á miðvikudaginn !!!! já ég held að við ættum að flytja pabba inn til að gera við tækin hjá okkur, þetta gengur bara ekki.
Annars vil ég taka undir með Birnu. Kæru bloggarar reynið að blogga meira.