javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Friday, March 24, 2006

Ég er á leiðinni !!!!


Jæja þá er Dieter og Rósa komin í fóstur. Búin að pakka og finna vegabréf. Vá ég er á leiðinni heim.
Það á eftir að vera heilmikið að gera hjá mér. Ég verð nú í tímum svo þarf ég að heimsækja allt liðið sérstaklega Rósu frænku og svo að kíkja á slottið hjá Bryndísi. Svo er hið margfræga Ítalíupartý á föstudeginum, keiluferð með Björgu og að lokum skreppur maður norður.
Ég verð hjá Björgu og ef það viljið ná sambandi við mig verð ég með gamla númerið mitt 865 5638.
Mynd dagsins er að vinnunni minni. Flott hús að utan en að innan lítur það út fyrir að vera mun elda en það er. Það kemur til af einstaklega ljótum innréttingum sem og alveg fádæma sóðaskap.

Saturday, March 11, 2006

Urrggg


Ég er að reyna að fylla út útlenska skattaframtalið mitt. Þetta er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri en í ár er þetta óvenju erfitt. Fyrir ári síðan átti ég auk peninga (veit ekki hvernig þetta gerðist) og gaf ég þá almennigs sjónvarpinu hérna 250$. Þetta var ekki eintóm góðmenska því ég vissi að ég mynd fá þetta frádregið af skattinum mínum. Núna finn ég ekki kvittunina fyrir þessari gjöf og vantar því þetta blessaða skettanúmer svo ég fái þetta endurgreitt. Urrgg fjandans skrifræði. Ætli ég verði ekki að hringja í þá hjá CPTV og athuga hvort þeir geti reddað mér.
Annar ef þið eruð að spá í myndinni hérna við hliðina þá er þetta tré til minningar um dauðan prófessor. Það stendur rétt hjá vinnunni minni og svo einkennileg vill til að það fellir ekki dauðu laufin. Allaveg þá finnst mér það flott sérstaklega svona í ljósaskiptunum. Er að spá í að gera það að reglu að pósta ekki hér inn nema láta fyklgja með mynd.

Rollur


Rakst á þessar sætu rollur á leiðina í búðina í morgun.
Af hverjum flytjum við ekki nokkrar svona inn til Íslands ? Mér finst þessar mun sætari en þessar íslensku og svo er alpaca ullin æðisleg.

Sunday, March 05, 2006

Jehúú

Eftir miklar tilraunir og mikið af neikvæðum niðurstöðvum og vonbrigðum þá gekk allt upp hjá mér í dag. Nú er bara að athuga hvort þetta kemst inn í greina sem búið er að skrifa og átti að skila inn á morgun.
Allavegana þá er ég hér hoppandi af kæti.
Í tilefni dagsins er ég að elda mat (amerísk grýta) og skola matnum niður með hálfuglasi af rauðvíni. Posted by Picasa