Dánarfregnir

Dieter "litli" lést að heimili sínu 24. júlí síðastliðinn. Hann barðist hetjulega við bakteríuna Columnaris en því miður uppgötvaðist sýkingin of seint og sýklalyf bárust ekki í tæka tíð. Jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk aðstendanda og söng vanmetnasta sópransöngkona Íslands við athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á sædýrasafn Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sunna Helgadóttir