Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.
Ég var búin að lofa að senda inn mynd af nýjasta barninu mínu. Hann heitir Alva og er rúmlega 3 mánaða. Hann er mjög kúrinn en einnig mjög forvitin.. Hér hafa verið háðar miklar orustur við blúnduna á rúminu mínu og hann er búin að klifra upp á nær öll húsgögn í íbúðinni. Rúmið er samt enn í mestu uppáhaldi enda gott að fela sig undir því og kíkja svo út eftir þörfum.