Góður dagur

Ef maður lítur út í rigninguna (og eða á pollin á eldhúsgólfinu mínu) finnst manni að maður ætti að vera í vondu skapi. Hins vegar gegnu allar mínar tilraunir vel í dag, mötuneytisfólkið gaf mér kókómjólk og kökkusneið og mér tókst að koma einni labbagræjunni í viðgerð. Það besta af öllu er samt að ég sit hér heima í náttbuxunum (tvennar buxur og tvenn pör af sokkum eru að þorna eftir rigninguna) og japla á íslensku páskaeggi og hlusta á pearl jam. Við Þrándur erum nefnilega að fara á tónleika með þeim á morgun og um að gera að koma sér í stemningu. Djöfulsins snillingar eru þetta.
Hérna til hliðar er mynd af Björgu systur fyrir framan metropolitan museum of art.